Kátir Blikar ásamt þjálfurum.

Hasselbacekn Chess Open hófst í gær í Svíþjóð. Ríflega 20 íslenskir skákmenn taka þátt en bæði Breiðablik og Fjölnir stóðu fyrir hópferð.

Í gær voru tefldar fjórar atskákir, í dag og á morgun eru tefldar tvær kappskákir hvorn daginn.

Oliver Aron Jóhannesson (2263) eru efstir íslensku fulltrúanna í aðalmótinu að loknum fjórum fyrstu umferðunum með 2,5 vinninga. Jón Trausti Harðarson (2069) og Jóhann Arnar Finnsson (1760) hafa 2 vinninga.

Stöðuna má finna hér.

Í Lilla Hasselbacken Chess Open, sem er ætlað skákmönnum með 1600 skákstig eða minna, eru Kristján Dagur Jónsson (1522), Joshua Davíðsson (1535) og Óttar Bergmann Sigfússon (1456) meðal þeirra sem hafa fullt hús.

Stöðuna má finna hér.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -