Íslenska sveitin vann góðan 3-1 sigur á sveit Norður-Makedóníu í fimmtu umferð ólympíumóts 16 ára og yngri sem fram fór í gær í Corum í Tyrklandi.

Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem og Benedikt Briem unnu sínar skákir.

 

Frídagur er í dag. Á morgun verður tefldar tvær umferðir. Í þeirri fyrri teflir Ísland við sterka sveit Kanada. Umferðir morgundagsins fara fram kl. 7 og 14.

Íslenska liðið er það 27. sterkasta af 48 liðum. Reglurnar eru þannig að í hverju liði þarf að vera a.m.k. ein stúlka sem teflir hið minnsta 3 skákir af 9.

- Auglýsing -