Fyrsti heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák lauk í Bærum í Noregi í gær. Wesley So gerði sér lítið fyrir og gjörsamlega vélaði Magnús Carlsen niður í úrslitaeinvígi þeirra. Lokatölur urðu 13,5-2,5 en skákirnir giltu mismikið. Samtals vann So fjórar skákir en tvær enduðu með jafntefli. Frábær taflmennska hjá Bandaríkjamanninum.

Ian Nepomniachtchi vann öruggan sigur, 12,5-5,5, á Fabiano Caruana í baráttunni um bronsið.

Nánar á Chess.com.

Magnús tefldi í dag eina skák í næstu efstu deildinni í norsku deildakeppninni. Að sjálfsögðu vann hann!

- Auglýsing -