Heimsmeistaramótið rúllar áfram á Hótel Selfossi en fjórða umferðin fór fram í kvöld. Mikið verður um að vera á Ísey Skyr Skákhátíðinni um helgina en Íslandmeistaramótið í Fischer Slembiskák fer fram á morgun auk þess sem pubquiz og fleiri viðburðir verða í boði. Á sunnudaginn heldur svo Hemsmeistarmótið áfram ásamt Opna Suðurlandsmótinu.

Dinara Saduakassova – Hannes Hlífar Stefánsson

Hannes jafnaði taflið nokkuð auðveldlega gegn Dínöru með því að nota hugmynd sem Karjakin hefur beitt í nokkur skipti.

8…c6!? gegn Catalan virkar klunnalegt en svartur leikur …c5 snemma sem peðsfórn og vinnur peðið yfirleitt til baka. Hvítur þarf að tefla mjög vandað til að fá eitthvað gegn þessu afbrigði ef það er yfir höfuð í boði.

Auðveld skák hjá Hannesi en stundum er bara ekki meira í boði en jafntefli með svörtu.

Mikhail Antipov – Héðinn Steingrímsson

Skák forystusauðsins Antipovs og Héðins var einnig í styttri kantinum eins og skák Dínöru og Hannesar. Báðir skákir rétt beygðu 20 leikja markið en ekki má semja jafntefli í innan við 20 leikjum á mótinu.

ANtipov fékk ívíð betra snemma sakmvæmt tölvureiknum en fylgdi því ekki vel eftir og Héðinn jafnaði taflið og var líklega með síst verra og sjálfsagt örlítið betra á tímabili en líklegast var staðan í jafnvægi þegar jafnteflið var samið. Erfitt var fyrir báða aðila að reyna eitthvað og því friðarpípur á boðstólnum.

 

Helgi Áss Grétarsson – Sara Khadem

Sara beitti 3…a6 afbrigðinu nývinsæla gegn drottningarbragði. Meistari Magnus Carlsen og fleiri hafa beytt þessu afbrigði með svörtu mönnunum. Svartur kemst aðeins úr algengustu leiðum en stöðutýpan er eftir sem áður sú sama. Hvorugur aðilinn steig feilspor í þessari skák og jafntefli rökrétt niðurstaða eftir þráleik. Helgi gat meira að segja leyft sér að leika Ke1-f1-g1 í miðtaflinu án þess að það hefði áhrif á mat stöðunnar.

 

Ahmed Adly – Sergei Zhigalko

Adly og Zhigalko tefldu furðulega baráttuskák. Adly náði miklu tímaforskoti snemma skákar en Zhigalko tefldi Benoni vörnin mjög vel og var kominn með betri færi í miðtaflinu. Gallinn var þó sá að hann átti aðeins mínútu eftir á tæpa 20 leiki. Adly ákvað þá að fleygja öllu tiltæki á bálið og fór “all-in”

23.e5?!!

Leikurinn er líklegast slakur en kannski var nálgunin rétt miðað við tímann hjá Zhigalko. 23…dxe5 24.f5 þessi leið svipar til frægrar peðsfórnar Penrose gegn Tal….munurinn er hinsvegar að hvítur hefur enga menn í góðri stöðu til að styðja við kóngssókn líkt og í skákinni frægu hjá Penrose. Adly fórnaði síðan manni sem var algjör þvæla en í raun besti praktíski sénsinn.

Adly hélt svo áfram að djöflast og leika hratt og bragðið hans virkaði svo í lokin þegar Zhigalko fipaðist og féll á tíma. Staðan þá var enn unnin á Zhigalko eftir Bd4+ og Bc5 en hann lék …f4 um leið og hann féll sem líklegast gerir taflið jafnt með bestu taflmennsku.

Semyon Lomasov – Rafael Leitao

Lengsta skákin í dag var hjá Lomasov gegn Leitao. Þeir félagar voru í öðru og þriðja sæti fyrir umferðina. Lomasov heldur áfram að heilla skákmenn hér fyrir austan og um allan heim. Enn eina ferðina var Lomasov með allt undir stjórn í byrjuninni og fékk betra tafl. Leitao varðist eins vel og hægt var en Lomasov hélt alltaf góðu taki á skákinni.

Leitao leitaði í endatafl þar sem hann gaf tvo létta menn fyrir hrók og mögulega var það besti praktíski sénsinn. Leitao virtist fa stundarkorn þar sem hann hefði með bestu taflmennsku getað náð að hanga á erfiðu jafntefli. Hann missti hinsvegar af því og Lomasov setti aftur í fluggír og gaf ekki fleiri færi á sér og Leitao varð að gefast upp.

Úrslit 4. umferðar

Staðan eftir 4. umferð

Pörun 5. umferðar sem fram fer á sunnudaginn

Úrslit og staða á chess-results

Heimasíða mótsins

 

- Auglýsing -