Meðal sérstakra viðburða á Ísey-skyr skákhátíðinni á Hótel Selfossi verður Heimsmeistarahraðskákmót, þriðjudaginn 26. nóvember kl.20.00. Skákmótið er opið öllum. Teflt verður í hinum glæsilega skáksal á Hótel Selfossi. Mótið er 9 umferðir. Umhugsunartími er 4 mínútur og 2 sekúndur í viðbótartíma. Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Skráning fer fram á mótstað, hálftíma fyrir mót. einnig er hægt að senda skilaboð til yfirdómara Skákhátíðarinnar Róberts Lagerman í síma 6969658 eða í tölvupósti chesslion64@gmail.com. Verðlaun mótsins verða í sérstökum jólaanda.

- Auglýsing -