Guðmundur og Vignir tefla báðir á Spáni.

Guðmundur Kjartansson (2448) hefur byrjað prýðisvel á alþjóðlega mótinu í El Prat de Llobregat á Spáni. Hann hefur fullt hús eftir þrjár umferðir og lagði meðal annars að velli indverska stórmeistarann og undrabarnið D. Gukesh (2547). Vignir Vatnar Stefánsson (2341) hefur 1 vinning.

Mótinu er framhaldið í dag. Guðmundur mætir spænska stórmeistaranum Alvar Alonso Rosell (2548).

- Auglýsing -