Jólaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 9. desember
kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútur á skák.
Skákstjóri verður Hörður Jónasson. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Í hléi verður boðið upp á hið landfræga kaffi og meðlæti. Góð verðlaun verða í boði.

Þið getið skráð ykkur á mótið á gula kassanum hér á skak.is / eða beint hér.
Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.

Allir velkomnir!!

- Auglýsing -