Guðmundur og Vignir tefla báðir á Spáni.

Guðmundur Kjartansson (2448) gerði jafntefli við ísraelska alþjóðlega meistarann Evgeny Zanan (2493) í sjöundu umferð Gummi hefur 5 vinninga og er í 5.-15 sæti, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Í áttundu og síðustu umferð, sem fram fer í dag, mætir hann pólska stórmeistaranum Mateusz Bartel (2634).

Vignir Vatnar Stefánsson (2341), sem tekur einnig þátt, hefur 2½ vinning.

- Auglýsing -