Sigurvegarinn Hrund Hauksdóttir einbeitt að tafli á U-2000-mótinu. — Morgunblaðið/Heimasíða TR

Taflfélag Reykjavíkur hefur undanfarin ár staðið fyrir móti þar sem teflt er einu sinni í viku og er opið skákmönnum undir 2000 elo-stigum. Á mótinu sem lauk í nóvemberlok gerðist það að Hrund Hauksdóttir, sem er 23 ára gömul, vann nokkuð óvæntan sigur og varð yfir ofan gamalreynda meistara á borð við Harald Haraldsson, Þór Valtýsson og Harald Baldursson. Ein ánægjulegasta niðurstaða mótsins var sú að í efstu sætum mátti finna fjórar ungar konur: 1.-3. Hrund Hauksdóttir, Þór Valtýsson og Páll Andrason 6 v. (af 7). 4.-10. Tinna Kristín Finnbogadóttir, Lisseth Acevedo, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Agnar Darri Lárusson, Sigurjón Haraldsson, Loftur Baldvinsson og Haraldur Haraldsson 5 v. Keppendur voru 64 talsins.

Hrund var með bestu mótsstigin og telst því sigurvegari mótsins. Fyrir lokaumferð mótsins voru fimm keppendur í efsta sæti. Hrund átti því krefjandi verkefni sem hún leysti prýðilega af hendi:

U-2000-mótið; 7. umferð:

Sigurjón Þór Friðþjófsson – Hrund Hauksdóttir

Skoska bragðið

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Bc4

Skoska bragðið getur verið stórhættulegt ef svartur er ekki vel með á nótunum. Mun algengara er þó 4. Rxd4.

4…. Rf6 5. e5 d5 6. Bb5 Re4 7. Rxd4 Bd7 8. Bxc6 bxc6 9. c3?!

Alltof hægfara leikur í hvassri byrjun.

9…. Be7 10. f3 Rg5 11. f4 Re4 12. Rd2 Rxd2 13. Bxd2 Hb8!

Góður leikur sem truflar liðskipan hvíts.

14. f5?!

Annar hæpinn peðsleikur og Hrund bregst rétt við.

14…. c5! 15. e6 cxd4 16. exd7+ Dxd7 17. Dg4 Bf6 18. 0-0 Hxb2 19. Hfe1+ Kf8 20. Bc1

20…. dxc3!

Gott var einnig 20…. h5. Skiptamunarfórnin er fullkomlega réttmæt því að frípeðið á b2 er illviðráðanlegt.

21. Bxb2 cxb2 22. Db4+ Dd6 23. Db8+ Dd8 24. Db4+ c5 25. Dxc5+ Be7 26. Hxe7 Dxe7 27. Dc8+ De8 28. Dc5+ Kg8 29. Hb1 h6

Hvítur vonast til að ná b2-peðinu og kannski öðru peði til viðbótar. Hér var eilítið kröftugra að leika 29…. h5.

30. Dc2 De3+ 31. Df2 Dc1+ 32. De1 Dxe1+ 33. Hxe1 Kh7 34. Hb1 Hb8 35. Kf2 g6

Hvítur er bundinn í báða skó og svartur þarf aðeins að virkja kónginn. Það reynist létt verk.

36. Ke3 Hb4 37. Kd3 a5 38. Kc2 Hc4+ 39. Kxb2 Hb4+ 40. Kc2 Hxb1 41. Kxb1 Kg7 42. fxg6 Kxg6 43. Kc2 Kf5 44. Kd3 Ke5 45. Ke3 d4+ 46. Kd3 Kd5 47. a4 h5 48. g3 f6 49. h3 f5 50. Ke2 Ke4 51. h4 d3+ 52. Kd2 Kd4 53. Kd1 Ke3 54. Ke1 d2+ 55. Kd1 Kd3 56. g4 f4!

Sneiðir hjá einfaldri gildru, 56….fxg4 og hvítur er mát. Nú rennur f-peðið upp í borð og mátar um leið. Hvítur gafst upp.

Krókur á móti bragði

Helgi Áss Grétarsson virtist hafa gefið frá sér vinningsvon í skák sem hann tefldi í 4. umferð Evrópukeppni einstaklinga í Tallinn á dögunum:

Demidov – Helgi Áss

Rússinn gat nú leikið 41. Rxb7 og staðan er dautt jafntefli. En þess í stað kom

41. Dxh6+??

Virðist ekki breyta miklu eða hvað?

41…. Kxh6 42. Rf7+ Kh5! 43. Rxe5 Rg4+! 44. Rxg4 Kxg4 45. Kg2 b5?

Of fljótur á sér en tíminn var naumur, 45…. Kf5 vinnur. Staðan er nú jafntefli en nákvæmni skorti hjá Demidov.

46. f3+ Kf5 47. Kf2 b4 48. Ke3 Ke5 49. Kd3 b3 50. Kc3 b2 51. Kxb2 Kd4 52. g4??

Jafntefli var að hafa með 52. f4, t.d. 52…. Ke3 53. Kc3 Kf3 54. Kd4 Kxg3 55. Ke5 o.s.frv.

52…. Ke3!

– svartur náði báðum peðunum og vann létt.

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 14. desember 2019

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -