Alireza Firouzja vann Jeffery Xiong í gær. Carlsen fylgist með. Mynd: Alina L'Ami/Tata Steel Chess.

Íraninn landlausi, Alireza Firouzja (2723), er í gríðarlega stuði á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík. Í gær vann hann Bandaríkjamanninn Jeffery Xiong (2712). Firouzja hefur 5 vinninga eftir 7 vinninga. Hefur unnið fjórar skákir, gert tvö jafntefli og tapað einni.

Öðruvísi fer heimsmeistarinn, Magnús Carlsen (2872) að. Hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum og er aðeins í 5.-10. sæti með 3½ vinning. Í gær gerði hann jafntefli við Vishy Anand (2757). Engan veginn sýnt sínar bestu hliðar.

Firouzja er nú kominn á topp 20 í heiminum. Sá langyngsti á þeim lista. Carlsen hefur lækkað um 13 stig – þrátt fyrir að hafa ekki tapað skák!

Jorden Van Foreest (2644) hefur vakið athygli fyrir öfluga og góða taflmennsku og hefur 4½ vinning. Í gær vann hann Nikita Vitiugov (2747). Jafnir honum í 2.-4. sæti eru Wesley So (2765) og Fabiano Caruana (2822).

Jorden van Foreest. Mynd: Alina L’Ami/Tata Steel Chess

Áttunda umferð hefst kl. 12:30. Í dag þá mætast Van Foreest og Firouzja. Carlsen teflir við Vitiagov.

Í b-flokki er Pavel Eljanov efstur með 5 vinninga. Indverjinn Surya Shekhar Ganguly er annar með 4½ vinning.

Sjá nánar á Chess.com.

- Auglýsing -