Við upphaf skákarinnar í morgun. Mynd: Heimasíða FIDE.

Heimsmeistaraeinvígi kvenna hefur verið mikil skemmtun. Fjörug taflmennska og mikið um hrein úrslit – mun minna um jafntefli en hjá körlunum. Aleksandra Goryachkina (2578) var komin upp við vegginn svokallaða en vann lokaskákina og jafnaði metin á móti Ju Wenjun (2584) nú í morgun. Staðan er því 6-6. Hvor um sig vann þrjár skákir og sex skákum lykaði með jafntefli.

Framlengja verður einvígið og hefst taflmennskan kl. 5:30 í fyrramálið.

Fyrirkomulag framlengingar

Fjórar 25+10 skákir. Ef staðan verður 2-2 þá verður verða tefld allt að fimm, 5+3, hraðskákeinvígi. Ef jafnt í þeim öllum þá verður tefld ein heimsendaskák (Armageddon) sem ræður þá úrslitum.

Sjá nánar Chess.com.

 

- Auglýsing -