AFHJÚPUN BRJÓSTMYNDAR

0
844

Á morgun, sunnudaginn 26. janúar verður Friðrik Ólafsson, okkar ástsæli stórmeistari 85 ára. Af því tilefni hefur SKÁKSÖGUFÉLAGIÐ með styrk frá Alþingi látið steypa brjóstmynd hans í eir. Hún hefur nú verið sett á stall í skáksal Taflfélags Reykjavíkur sem fær hana að gjöf til heiðurs Friðriki og í tilefni af 120 ára afmæli þess í ár.

Brjóstmyndin verður afhent og afhjúpuð við stutta athöfn á afmælisdegi meistarans kl. 13 á morgun af Lilju Alfreðdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Allir velkomnir.

Jafnframt mun Skáksögufélagið við þetta tækifæri greina frá nýgerðum samstarfssamingi við HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG um útgáfu á “FRIÐRIKS SÖGU ÓLAFSSONAR, skákævi- og afrekssögu hans, sem Helgi Ólafsson hefur nýlokið við að færa í letur og kemur út síðar á árinu.

Vargas – Friðrik

Komið hefur til tals þar sem margar úrvals skákir Friðriks verða að sjálfsögðu í bókinni að brydda upp á þeirri nýjung að birta við hlið þeirra svokallaðan QR-kóða svo skoða megi þær og spila með hægu móti á skjá í snjalltækjum. Útbúnar hafa verið nokkrar prufur sem hér fylgja með til skoðunar á þessum möguleika. Svo á eftir að koma í ljós hvernig það mælist fyrir. Myndi væntanlega höfða betur til unga fólksins en síður eldri skákmanna, sem eru margir hverjir með taflsettið uppsett heima við hvort sem er.

Síða Friðriks

Hægt er að nálgast og hlaða niður QR appi/lesara t.d. hér:
https://play.google.com/store/apps/details?id=tw.mobileapp.qrcode.banner&hl=en_US

- Auglýsing -