Jóhann að tafli á Gíbraltar. Mynd: John Saunders/Gibraltar International Chess Festival

Jóhann Hjartarson (2524) hefur byrjað afar vel á alþjóðlega mótinu í Gíbraltar. Hann hefur 4 vinninga eftir 5 umferðir. Í gær vann hann rúmenska stórmeistarann Bogdan-Daniel Deac (2626).

Sjötta umferð fer fram í dag. Þá teflir Jóhann við rússneska stórmeistarann Mikhail Kobalia (2609). Hægt er að fylgjast beinleiðis með Jóhanni á Chess24. Umferðin hefst kl. 14.

Alls tefla 248 skákmenn í efsta flokki mótsins og þar af eru 85 stórmeistarar. Stigahæstir keppenda eru Mamedyarov og MVL en báðir hafa þeir 2770 skákstig. Jóhann er nr. 64 í stigaröð keppenda.

 

- Auglýsing -