Caruana fylgist með Carlsen. Mynd: Alina l'Ami/Tata Steel Chess.

Fabiano Caruana (2822) hefur tryggt sér sigur á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee þrátt fyrir að einni umferð sé ólokið. Kappinn hefur 9 vinninga í 12 skákum og hefur 1½  vinnings forskot á Magnús Carlsen (2872). Hefur hlotið 5½ vinning í síðustu 6 umferðum!

Staðan eftir 12 umferðir af 13

Lokaumferðin hefst kl. 12 í dag.

Sjá nánar á Chess.com.

- Auglýsing -