Frá mótsstað. Mynd: Þórir Benediktsson.

NM ungmenna hefst núna kl. 9 í Frederica í Danmörku. Tíu íslenskir fulltrúar þátt en teflt er í fimm aldursflokkum. Tólf skákmenn tefla í hverjum flokki, tveir frá hverju Norðurlandanna.

Tefldar eru sex umferðir. Tvær umferðir alla dagana sem hefjast kl. 9 og 15. Allar skákir mótsins í beinni!

Fulltrúar landans eru: (Númerið fyrir nafn keppenda þýðir hvar keppandinn er í stigaröð í viðkomandi flokki). 

A-flokkur (u20)

5. FM Hilmir Freyr Heimisson (2250)
9. CM Bárður Örn Birkisson (2186)

B-flokkur (u17)

1. FM Vignir Vatnar Stefánsson (2323)
4. Stephan Briem (2197)

C-flokkur (u15)

9. Benedikt Briem (1841)
12. Benedikt Þórisson (1653)

D-flokkur (u13)

5. Gunnar Erik Guðmundsson (1770)
9. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1484)

E-flokkur (u11)

9. Guðrún Fanney Briem (1209)
11. Einar Dagur Brynjarsson (1121)

Fararstjórar eru Helgi Ólafsson og Kristófer Gautason.

Skák.is mun fylgjast með gangi mála um helgina.

- Auglýsing -