Andrey Esipenko og Hannes Hlífar í djúpum þönkum. Mynd: Heimasíða mótsins.

Aldursforsetinn og stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2529) gerði í gær gott jafntefli við rússneska undradrenginn Andrey Esipenko (2654) í 2. umferð skákhátíðarinnar í Prag. Hannes hefur byrjað vel og hefur 1½ vinning og er í 1.-2. sæti.

Þriðja umferð fer fram í dag og hefst kl. 14. Þá teflir Hannes við tékkneska alþjóðlega meistarann Lukas Cernousek (2442).

Í áskorendaflokknum tefla tíu keppendur og þar af átta stórmeistarar. Hannes er áttundi í stigaröð keppenda en meðalstigin eru 2586 skákstig. Þess má geta að Hannes er elstur keppenda á skákhátíðinni.

- Auglýsing -