Dagur Ragnarsson er efstur á Skákhátíð MótX ásamt Guðmundi Kjartanssyni
Dagur teflir í Montreal.

Eftir lauslega talningu þá hafa aðeins þrettán jafntefli verið gerð á móti 46 sigurskákum í A-flokki á Skákhátíð MótX. Og fæst jafnteflin hafa verið gerð á efstu borðunum. Það er því engin friðsæld á vígstöðvunum í stúkunni við Kópavogsvöll !

En drífum okkur á vígstöðvarnar og byrjum á efsta borðinu.

Guðmundur Kjartansson – Ingvar Þór Jóhannesson

Síðasti leikur hvíts var 32.h6

Hvítur var búin að vera að herða smám saman tökin og er núna að búa sig undir að brjóta niður varnarmúrana í kringum svarta kónginn. Svarti riddarinn var búinn að lóna á a5 í kringum      23. leik þar sem hann hætti við Rc4+ fórnina vegna þess að hún gekk ekki í þeirri stöðu. Í millitíðinni ferðaðist hann til b7-d8-f7 til að aðstoða við vörnina og er núna aftur kominn í sóknina. Og það er ekki eftir neinu að bíða.

  1. – Rc4+ !?

Núna gengur ekki 33.bxc4 vegna bxc4 34.Dh3 Hb8+ 35.Ka1 Db5 og hvítur er óverjandi mát.

33.Ka1 Dd6 34.bxc4 bxc4 35.Dh3 Hb8 36.hxg7 !?

Það er auðvelt að gagnrýna þennan leik eftir að hafa haft samráð við skákreiknana. En við teflum í raunheimum þar sem besti vélknúni sýndarleikurinn er ekki endilega sá besti á borði þar sem allt kostar!

  1. – h6?

Hérna átti svartur tvær frábærar leiðir.

  1. – Db6! 37.Dxh7+! Kxh7 38.Hh1+ Kg8 39.Hh8+ Kf7 40.g8D Hxg8 41.Hgxg8, núna virðist mátsókn hvíts vera óverjandi, en svartur sleppur út í eftir einstigi. 41. – Dxd4+ 42.c3 Dxc3 43.Bb2 De1+ 44.Ka2 Rc3+ 45.Bxc3 He2+ 46.Rxe2 Dxe2+ 47.Bb2 c3 og hvítur verður að þráskáka.
  2. – Rf2!!, hugmyndin er að valda h1 reitinn og einnig, ef Hxf2 þá er mikilvægt vald farið af g7. Núna er 37.Hg6! eini leikurinn og þá kemur Dxf4! 38.Dh5 (38.Dxh7+ Kxh7 39.Bxf4 Rxd1 40.g8D+ Hxg8 41.Hh6+ Kg7 42.f6+ er önnur skemmtileg leið, en aðeins síðri) 38. – Rxd1 39.Bxf4 He1 40.He6 Hb1+!! (ætlar þessari stórskotahríð aldrei að linna!) 41.Kxb1 Rc3+ 42.Kb2 Ra4+ 43.Ka2 Rc3+ með þráskák.

37.Hg6!

Og svartur gafst upp því hvítur kemur í veg fyrir Db6 og hótarnir á h-línunni eru óviðráðanlegar.

 

Á öðru borði höfðu keppendur skipst á að vera með aðeins betri stöðu.

Þegar hér var komið við sögu var Dagur búinn að fórna skiptamun en sóknarfærin eru fyllilega þess virði.

 

Dagur Ragnarsson – Sigurður Daði Sigfússon

Núna hefði verið best fyrir svartan að leika 32. – Dc6 með hugmyndinni að svara 33.g4 með 33. – Rf4 34.Rxf4 exf4 þó að 35.e5! sem er óþægilegur.

  1. – Ha1?! 33.Hxa1 Bxa1 34.g4 Rg7 35.Bh6!

Hérna var 35. – Da5 eina varnarleiðin og eftir 36.Rf6+ Kh8 37.Rxe8 Dxe8 38.Df6 Df8 ætti svartur að geta hangið á jafnteflinu eftir einhverjar þjáningar.

  1. – He6?! 36.Da3! Da6 37.Re7+ og svartur gafst upp, 37. – Kh8 38.Rxg6+ endar með máti.

Sökum plássleysis þá fjöllum við ekki um skákirnar á þriðja til fimmta borði, en þær eru skoðunar virði.

Á sjötta borði var þessi staða upp og við fyrstu sýn virðist hvítur vera að plata svartan. En ungi meistarinn sá lengra.

 

Andri Áss Grétarsson – Vignir Vatnar Stefánsson

  1. – axb5 19.cxb5 d5! 20.bxc6 d4 21.a3 Rxc6 22.De2 dxe3 23.fxe3 Had8 og svartur er með mun betri stöðu sem skilaði honum heilum vinningi í hús að lokum.
Pétur Pálmi Harðarson
Pétur Pálmi Harðarson
Guðni Stefán Pétursson

Í B-flokki unnu Pétur Pálmi Harðarson og Guðni Stefán Pétursson skákir sínar í toppbaráttunni gegn Arnari Milutin og Herði Aroni. Þeir tefla úrslitaskák í lokaumferðinni. Á þriðja borði sátu Alexander Oliver Mai og Gunnar Erik lengi að og þrátt fyrir hetjulega vörn Gunnars Eriks þá leit allt út fyrir að Alexander væri að innbyrða sigurinn. En augnabliks einbeitningaleysi í lokin hjá Alexander olli því að skákin endaði með jafntefli.

Frekari úrslit má sjá hér:

A-flokkur: http://chess-results.com/tnr505105.aspx?lan=1&art=2&rd=6

B-flokkur: http://chess-results.com/tnr504996.aspx?lan=1&art=2&rd=6

Aðstoðarskákstjóri umferðarinnar var Húsvíkingurinn Orri Freyr Oddsson sem er Íslandsmeistarafaðir og virkur knattspyrnudómari.

Sem fyrr var vel mætt á pallana og meðal áhorfenda má nefna Gunnar Björnsson forsteta Skáksambandsins og Oddgeir Ágúst Ottesen skákfrömuð úr Skákfélagi Selfoss og nágrennis.

Lokaumferðin fer fram þriðjudaginn 18. febrúar og hefst taflmennska klukkan 19:30. Gestir eru velkomnir, heitt er á könnunni og kruðerí af bestu gerð!

- Auglýsing -