Íbygginn aldursforseti að tafli í Prag. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2529), vann tékkneska alþjóðlega meistarann Lukas Cernousek (2442) í 3. umferð áskorendaflokks skákhátíðarinnar í Prag sem fram fór í gær. Hannes hefur byrjað sérdeilis vel og er efstur með 2½ vinning.

Fjórða umferð hefst núna kl. 14. Þá teflir Nesi við tékkneska stórmeistarann Thai Dai Van Ngyen (2560).

Í áskorendaflokknum tefla tíu keppendur og þar af átta stórmeistarar. Hannes er áttundi í stigaröð keppenda en meðalstigin eru 2586 skákstig. Þess má geta að Hannes er elstur keppenda á skákhátíðinni.

- Auglýsing -