Dagur að tafli í Kragaeyju. Mynd: Bjørn Berg Johansen

Dagur Ragnarsson (2357) og Guðmundur Kjartansson (2453) urðu efstir og jafnir á Skákhátíð MótX sem lauk í gær í Stúkunni við Kópavogsvöll þegar fjórar frestaðar skákir voru tefldar. Dagur vann landsliðsþjálfarinn, Ingvar Þór Jóhannesson (2325) en Gummi vann yfirdómara mótsins, Halldór Grétar Einarsson (2237).

Úrslit gærdagsins

Dagur telst sigurvegari mótsins eftir oddastigaútreikning. Hann hækkar upp í 2400 skákstig á mars-listanum. Dagur tapaði fyrir Gumma í annarri umferð en vann svo fimm skákir í röð. Hjörvar Steinn Grétarsson varð þriðji á mótinu.

Í kvöld fer fram hraðskákmót og verðlaunafhending.

Röð efstu manna

Mótið á Chess-Results.

- Auglýsing -