Þessar tóku þátt í Íslandsmóti kvenna 2017 og núna!

Eitt sterkasta Íslandsmót kvenna í sögunni hefst á fimmtudagskvöld kl. 18. Teflt er í Sveinatungu við Garðatorg í Garðabæ.  Af tólf stigahæstu skákkonum landsins taka átta þátt. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarstjórnar Garðabæjar setur mótið og leikur fyrsta leikinn.

Keppendalistinn:

  1. WGM Lenka Ptácníková (2099)
  2. WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir (2021)
  3. Jóhanna Björg Jóhanndóttir (1933)
  4. WIM Lisseth Acevedo Mendez (1849)
  5. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1838)
  6. Hrund Hauksdóttir (1804)
  7. Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1690)
  8. Sigríður Björg Helgadóttir (1682)

Mótið á Chess-Results. Dregið verður um töfluröð á morgun.

Auk þess er tefldur áskorendaflokkur kvenna þar sem sex ungar og bráðefnilegar stúlkur taka þátt. Þetta er í fyrsta skipti í meira en áratug þar sem áskorendaflokkur kvenna fer fram – sem vonandi gefur merki um verulega bæta stöðu í kvennaskák hérlendis.

Mótið er haldið semeiginlega af Skáksambandinu og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár. Beinar útsendingar verða frá landsliðsflokki.

Mótið á Chess-Results.

Nánar á heimasíðu mótsins.

- Auglýsing -