Íslandsmeistarar Lindaskóla 2020

Lindaskóli vann öruggan sigur á Íslandsmóti barnaskólasveita, 1.-3. bekks, sem fram fór föstudaginn 21. febrúar sl.

Lindaskóli hafði mikla yfirburði á mótinu en sveitin hlaut 31 vinning af 32 mögulegum! Sveitina skipuðu:

  1. Birkir Hallmundarson
  2. Arnar Freyr Orrason
  3. Engilbert Viðar Eyþórsson
  4. Sigurður Páll Guðnýjarson

Liðsstjóri þeirra var Kristófer Gautason.

Rimaskóli varð í öðru sæti með 23½.

Sveit Rimaskóla skipuðu:

Nöfn f.v. Ómar Jón Kjartansson, Tristan Fannar Jónsson, Hrafndís Óskarsdóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir og Emilía Embla B. Berglindardóttir

Liðsstjóri var Helgi Árnason.

Sveit Háaleitisskóla varð í þriðja sæti. Þá sveit skipuðu:

Bronssveit Háaleitisskóla

Alex Tung Duong Ngo, Þorkell Már Markússon, Adam Lesiak og Ari Oddsson

Liðsstjóri var Oddur Ingimarsson.

B-sveit Lindaskóla varð efst b-liða og í fimmta sæti í sjálfu aðalmótinu.

Hörðuvallaskóli, varð efstur í keppni c-liða,

C-sveit Hörðuvallaskóla

Álfhólsskóli hafði sigurinn meðal d-sveita

og e-sveit Lindaskóla varð efst e-liða.

E-sveit Lindaskóla

Skáksamband Íslands hélt mótið í góðu samstarfi við Skákdeild Breiðabliks. Smáraskóli fær þakkir fyrir að leyfa okkur að nota salinn undir skákmótið. Sérstakar þakkir fær Kristófer Gautason fyrir hans aðstoð við undirbúning mótsins.

Skákstjórn önnuðust Gunnar Björnsson, Róbert Lagerman, Elvar Örn Hjaltason og Arnar Ingi Njarðarson. Að undirbúningi mótsins komu einnig Halldór Grétar Einarsson, Helgi Ólafsson og Alexander Gautason.

Skáksambandið þakkar öllum liðsstjórum og síðast en ekki síst krökkunum sjálfum fyrir frábært mót.

Mýrarhúsaskóli tók þátt í ár. Í fyrsta skipti í mörg herrans ár.

Laugardaginn 14. mars fer fram Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur, í Rimaskóla. Nánar um mótið hér.

- Auglýsing -