Áskorendamótið í skák hefst í dag í Ekaterinburg í Rússlandi. Átta keppendur keppa þar um réttinn til að mæta Magnúsi Carlsen í heimsmeistaraeinvígi. Mótshaldið hefur vakið mikla athygli áður en það er hafið og virðist vera eini stóri alþjóðlegi íþróttaviðburðurinn í sem í gangi verður í mars.

Jakkafataklæddir menn! Dvorkovich og Karpov fyrir miðri mynd. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Enginn keppenda mótsins var viðstadur setningu mótsins.

Mótshaldið er umdeild og það er skoðun margra að FIDE sé að leika sér að eldinum að halda mótið. Radjabov hætti við þátttöku á mótinu vegna þess að honum þótti öryggi sitt ekki tryggt og Maxime Vachier-Lagrave tók sitt sæti hans.

Einn keppendanna, Alexander Grischuk, telur aðeins líkurnar 50% að mótið verði klárað.

Í gær var sett á samgöngubann í Rússlandi þar sem fram kom meðal annars að allir stærri íþróttaviðburðir væru bannaðir. Arkady Dvorkovich, forseti FIDE, sagði hana ekki ná yfir mótið.

Í gær sendi Vladimir Kramnik frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir að mótinu hafi ekki verið frestað. Um leið tilkynnti hann að hann ekki myndi sjá um skákskýringar á Chess24 eins og áður hafði verið gefið út.

I have decided to cancel my commitment as a commentator of the Candidates Tournament in Ekaterinburg. With all respect and general positive assessment of the work FIDE have done recently, I strongly believe the Candidates Tournament should have been postponed considering the nowadays disastrous humanitarian situation in the world. I personally find the decision to keep going with the tournament wrong in many senses:  image wise, legally (there was an official ban today in Russia for all international sport events), and most important, humanly (simply wrong time to make the most important chess event of the year as if nothing is happening, not even mentioning certain, even if very small, risk for the participants). I wish all players staying healthy till the end of the tournament but in nowadays situation that is the only thing what matters as a result of this untimely event. I would like to apologize to everyone who was looking forward to my commentaries on chess24 but it just feels wrong to me doing it because of the above mentioned reasons. 

Nóg með það! Mótshaldið hefst kl. 11 og getur örugglega glatt geð skákmanna að hafa eitthvað til að fylgjast með á þessum skrýtnum tímum.

Í fyrstu umferð mætast:

Sjá nánar á Chess.com og Chess24.

 

- Auglýsing -