Þriðjudaginn 17. mars verður 4 umferða atskákmót með 15 mínútna + 5 sek á leik umhugsunartíma. Fyrirmyndin er að sjálfsögðu hin vinsælu Þriðjudagsmót TR sem haldin hafa verið um langt árabil.

Tengill: https://www.chess.com/live#t=1158145

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.

Netsamkomur næstu vikurnar

Á dagskrá eru mót frá mánudegi til fimmtudags til að byrja með og mögulega verður þeim fjölgað ef grundvöllur sé fyrir því.

Stórmeistararnir Bragi ÞorfinnssonHjörvar Steinn GrétarssonJóhann Hjartarson og Þröstur Þórhallsson hafa allir boðað þátttöku í mótunum á netinu.

Félag Íslendinga á Chess.com, Team Iceland, mun standa fyrir fjölmörgum skákviðburðum á netinu næstu vikurnar. Leitast verður við að spegla vinsæla skákviðburði og fasta liði í mótaáætlun skákhreyfingarinnar.

Mótin eru að sjálfsögðu opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!

Þátttakendur þurfa að vera í Team Iceland.

Næstu mót

  • Miðvikudaginn 18. mars kl. 19:30 – Hraðskákmót 3+2. Arena mót í 2 klukkutíma

Tengill: https://www.chess.com/live#r=169273

  • Fimmtudaginn 19. mars kl. 19:30 – Hraðskákmót 5+2. Arena mót í 2 klukkutíma

Tengill: https://www.chess.com/live#r=169274

- Auglýsing -