Páll Andrason fór mikinn á þriðjudagsmótinu í gær. Mynd: Heimasíða TR.

Sókn skákhreyfingarinnar hélt áfram á Chess.com þegar annað mótið fór fram í gær Teflt var TR-þriðjudagsmót, sem var teflt með sömu tímamörkum og umferðafjölda og hin vinsælu þriðjudagsmótum TR sem haldin hafa verið alla þriðjudag um í nokkra mánuði. Tímamörkin voru 15 mínútur á mann og 5 sekúndur í viðbótartíma. Tefldar voru fjórar umferðir.

Alls mættu 35 skákmenn til leiks.

Þrír skákmenn urðu efstir og jafnir með 3,5 vinning. Það voru Páll Snædal Andrason, Halldór Grétar Einarsson og Ingvar Þór Jóhannesson. Páll hafði sigur á mótinu eftir oddastigaútreikning en Halldór og Ingvar urðu hnífjarnir í öðru sæti.

Lokastaða efstu manna

  1. Páll Snædal Andrason 3,5 v. af 4 (8,00)
  2. FM Halldór Grétar Einarsson 3,5 v. (7,75)
  3. FM Ingvar Þór Jóhannesson 3,5 v. (7,75)
  4. Tómas Veigar Sigurðsson 3 v.
  5. Hlíðar Þór Hreinsson 3 v.
  6. FM Vignir Vantar Stefánsson 3 v.
  7. FM Sören Beck Hansen 2,5 v.
  8. Ísak Arnarson 2,5 v.
  9. Eiríkur Björnsson 2,5 v.
  10. Arnljótur Sigurðsson 2,5 v.

Næsta mót

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.

- Auglýsing -