Nepo vann Anish Giri. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Áskorendamótið í skák hófst í gær í Katrínarborg (Yekaterinburg) í Rússlandi. Átta skákmenn berjast um réttinn til að mæta Magnúsi Carlsen í heimsmeistaraeinvígi sem fram fer að öllum líkindum í Dubai í desember-janúar nk.

Vert er að benda á góða grein Hrafn Jökulssonar um gang má mála á Vísi.

Á­skor­enda­mótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skák­mót ársins

Mótið fer fram í skugga kóróna-vírusins og hefur sett töluverðan svip á mótið. Opnunarhátíð mótsins hefur verið töluvert gagnrýnd en þar voru en 1.000 viðstaddir og sátu þétt.

Þessi mynd hefur fengið blendar viðtökur og margir gagnrýnt opnunarhátíðina. Mynd: Lennart Ootes/Chess.com.

Anatoly Karpov lék fysta leikinni í skák Anish Giri og Nepomniachtchi og neitaði sá síðarnefndi að taka þátt í hönd tólfta heimsmeistarans þótt hann eigi örugglega ekkert sökótt við hann.

Caruana segir erfitt og að einbeita sér og sagði að lokinni fyrstu umferð:

The situation is extremely difficult around the world so it’s difficult to distance yourself from that. But we have to try

Wang Hao sagði í viðtali eftir sína skák:

Basically we shouldn’t play [in] such a situation. This is my opinion. I think it’s very disturbing to many players. It’s not very pleasant.”

En snúum okkur að skákmótinu sjálfu. Það er komið í gang og vonandi gengur það allt saman afar vel og styttir skákmönnunum stundirnar. Veitir ekki af þegar bara er hægt að tefla að á netinu!

Úrslit fyrstu umferðar

Skákirnar voru allir hressilegar og skemmtilegar. Sér í lagi skák Giri og Nepo þar sem hann síðarnefndi sýndi allar sínar bestu hliðar.

Wang Hao vann Ding Liren í uppgjöri Kínverjanna. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Wang Hao vann Ding Liren sem tefldi ekki sannfærandi. Ef til vill gæti 14 daga nýleg sóttkví í Rússlandi ekki hjálpað til. Hinum tveimur skákunum lauk með jafntefli í hörkuskákum.

Ítarlega frásögn um gang mála í skákunum má finna á Chess.com.

Önnur umferð hefst kl. 11. Þá mætast

Sjá nánar á Chess.com.

 

- Auglýsing -