King Nepo. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Ian Nepomniachtchi er í miklu stuði á áskorendamótinu í skák sem fram fer í Katrínarborg í Rússlandi. Í sjöttu umferð vann hann Ding Liren og það nokkuð sannfærandi. Anish Giri vann mikinn seiglusigur á Kirill Alekseenko. Fyrsti vinningsskák Hollendingins á áskorendamóti. Hinum tveimur skákum umferðarinnar lauk með jafntefli.

Anish Giri vann sinn fyrsta sigur á áskorendamóti í dag. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Nepo var með kvef og fór í tvær Covid-prufur fyrir skákina. Niðurstaðan var neikvæð. Honum leið ekki vel fyrir skákina og var sáttur við jafnteflið fyrirfram en það breyttist þegar hann fékk vænlega stöðu. Hann mætti á blaðamannafundinn eftir skákina síhóstandi og lét hafa eftir sér:

Hóstandi Nepo á blaðmannafundi. Mynd: Lennart Ootes/FIDE

I am definitely feeling not OK, and actually I wanted to make like some kind of a quick draw today. I was never against it until I got [a promising] position but, I got a couple of these tests and they [were] negative. But again, you know, the whole atmosphere, it doesn’t help you to feel healthy.”

Rússinn er þar þriðji keppandinn sem hefur talað um óægindinn við þátttöku á mótinu. Áður höfðu Grischuk og Wang Hao talað um þau. Og svo auðvitað Radjabov sem hætti við þátttöku.

Engan bilbug virðist vera á finna á FIDE, sem margir gagnrýna fyrir mótshaldið. Emil Sutovsky, framkvæmdastjóri FIDE, tjáði sig á Facebook í kvöld.

Nepo hefur  með vinningsforskot á Maxime Vachier-Lagrave en þeir mætast einmitt í sjöundu umferð sem fram fer á miðvikudaginn. Giri er í 3.-6. ásamt Caruana, Wang Hao og Grischuk.

Staðan

Í sjöundu umferð mætast: Caruana-Wang, Vachier-Lagrave-Nepomniachtchi, Ding-Alekseenko, Giri-Grischuk

- Auglýsing -