Í gær hófst ný vika í átakinu “Sókn er besta vörnin”. Alls verða tefld fjögur mót í þessari viku, og hugsanlega bætist eitthvað við þá dagskrá, en það verður auglýst fljótlega.

44 skákmenn mættu til leiks í KR netskákmóti, sem er teflt með sama fyrirkomulagi og hin vinsælu mánudagsmót KRinga, 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Netskákmaðurinn tda18 sigraði með miklum yfirburðum, lagði alla 9 andstæðinga sína að velli. Ekki er vitað hver maðurinn á bak við nafnið er og er hann því vinsamlegast beðinn að gefa sig fram.

Í 2. sæti varð Fide meistarinn Guðmundur Stefán Gíslason með 7 vinninga og í þriðja sæti Íslandsvinurinn FM Sören Beck Hansen, sem hefur teflt með KRingum um langt árabil.

Mótaröðin heldur áfram í kvöld, en þá fer fram atskákmót að hætti TRinga.

Leikmaður R1 R2 R3 R4 R5 R6 R7 R8 R9
#1 tda18 ??? (2388) 1h 1s 1s 1h 1h 1s 1h 1s 1h
9
47
#2 FM Guðmundur Stefán Gíslason (2365) 1s 1h 1s 1h 0s 1s 1h 0s 1h
7
33.5
#3 FM Sören Beck Hansen (2173) 1h 1s 1h 0s 1s 0h 1s 1h .5h
6.5
25.5
#4 CM Halldór Brynjar Halldórsson (2280) 1s 1h .5s 1s 0h 0s 1h 1h .5s
6
31.75
#5 Magnús Matthíasson (1737) 0s 1h 1s 0h 1s 0h 1s 1h 1s
6
24.5
#6 Elvar Sigurðsson (1823) 1s 0s 0h 1h 1s 1h 0h 1s 1s
6
23.5
#7 Tómas Veigar (2175) 1s 1h 0h 0s 1h 1h .5s 0s 1h
5.5
28
#8 Bjarni Torfi (1641) 0s 1h .5h 1s 0s 0h 1s 1h 1h
5.5
19.75
#9 Gauti Páll Jónsson (2194) 1h 1s 0s 0h 1h 1s 1h 0h 0s
5
22.5
#10 Batel Goitom (1830) 1h 0h 1s 0h 1s 1h 0s 1s 0h
5
21

 

- Auglýsing -