Þriðjudaginn 24. mars verður 4 umferða atskákmót með 15 mínútna + 5 sek á leik umhugsunartíma. Fyrirmyndin er að sjálfsögðu hin vinsælu Þriðjudagsmót TR sem haldin hafa verið um langt árabil.

Veitingastaðurinn Barion Matbar leggur til glæsileg verðlaun fyrir 1. sætið í kvöld – 10.000 króna gjafabréf! Skilyrði er að sigurvegarinn tefli undir nafni.

Félag Íslendinga á Chess.com, Team Iceland, mun standa fyrir fjölmörgum skákviðburðum á netinu næstu vikurnar. Leitast verður við að spegla vinsæla skákviðburði og fasta liði í mótaáætlun skákhreyfingarinnar.

Mótin eru að sjálfsögðu opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.

DAGSKRÁIN VIKUNA 23. – 29. MARS


ÞRIÐJUDAGINN 24. MARS KL. 19:30

Þriðjudagsmót (TR). 15+5 4 umferðir

MIÐVIKUDAGINN 25. MARS KL. 19:30

Hraðskákmót 3+2. Arena mót í 2 klukkutíma

FIMMTUDAGINN 26. MARS KL. 19:30

Hraðskákmót 9 umferðir 5+2. Teflt í tveimur flokkum, +-2000 stig.

FÖSTUDAGINN 27. MARS KL. 20:00

Leifturskák að hætti Víkingaklúbbsins. 2+0 skákir í 90 mínútur (Arena mót)

- Auglýsing -