Norðurlandamót skákfélaga á netinu (Nordic Internet Club Cup) fer fram dagana 9.-13. apríl nk. á Chess.com. Það er Skáksamband Íslands sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við hin norrænu skáksamböndin og Chess.com.

Tefldar eru sjö umferðir páskafrídagana fimm (Skírdagur til annans í páskum). Tímamörkin eru 10+3. Tekur taflmennskan um 1-2 klukkustundir dag hvern.

Hvert félag getur stillt upp 12 manna hópi í upphafi móts. Í hverri umferð tefla sex skákmenn. Hámark er að þrír keppendur utan Norðurlandanna tefli með í hverri umferð.

Mótshaldið bar brátt að og vel getur verið að mótsreglur verði lítis háttar lagfærðar ef þörf þykir á.

Skráningarfrestur er til 6. apríl nk.

Nánar á heimasíðu mótsins. Þar fer einnig skráning fram.

Slagorð mótsins er “What else to do”.

Íslensk skákfélög er hvött til að taka þátt.

Heimasíða mótins

- Auglýsing -