Anish Giri fagnaði langþráðum sigri í gær. Mynd: Chess24.

Síðari hluti fjórðu umferðar Boðsmóts Magnúsar Carlsen fór fram í gær á Chess24. Hikaru Nakamura (2829) fylgir heimsmeistaranum eins og skugginn en hann vann Ian Nepomniachtchi (2778) 2½-1½. Hann hefur unnið öll einvígin fyrir utan einvígið á móti heimsmeistaranum í fyrstu umferð sem hann tapaði eftir bráðabana. Anish Giri (2731) náði loks að vinna skák í gær að það dugði skammt því Ding Liren (2836) hafði sigur í einvíginu eftir bráðabana.

Carlsen er efstur með 11 stig og Nakamura annar með 10 stig og flest bendir til þess að þeir komist í undanúrslitin. Fabiano Caruana og Ding Liren hafa 8 stig. Fjórir efstu á mótinu komast í undanúrslit. Giri og Alireza Firouzja (2703) virðist vera úr leik en MVL og Nepo geta enn blandað sér í baráttuna.

 

Fyrri hluti fimmtu umferðar fer fram í dag. Þá mætast annars vegar MVL og Firouzja og hins vegar mætast Carlsen og Giri.

Nánar á Chess24.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga. Tímamörkin eru 15+10.

- Auglýsing -