Á þessum tíma árs er oft nóg að gera í skákinni – en styttist um leið í að reglubundnu skákstarfi ljúki fyrir sumarið. Undanfarinr tveir-þrír mánuðir hafa vissulega verið óvenjulegir – í skákheimum sem annarsstaðar.

Skákæfingar fyrir börn og unglinga hófust á ný eftir að slakað var á samkomubanni og verður fram haldið út maí. Síðustu æfingar verða þannig mánudaginn 25. maí og miðvikudaginn 27. maí. Við hvetjum sérstaklega öll börn sem hafa verið að æfa hjá okkur að láta sjá sig þennan síðasta dag; við munum þá afhenda verðlaun fyrir vormisseri og reyna að ljúka skáktíðinni á líflegan hátt.

Í samkomubanni hefur skákin heldur betur lifnað við á Netinu. Í þetta sinn hefur verið ákveðið að halda Skólaskákmót Íslands á Netinu nú á fimmtudaginn 21. maí, uppstigningadag kl. 11. Teflt verður á chess.com og öllum grunnskólanemum heimil þátttaka. Nánari upplýsingar um mótið og skráningu er að finna á skak.is: https://skak.is/2020/05/18/landsmotid-i-skolaskak-fer-fram-a-fimmtudaginn/

Vegleg verðlaun eru í boði, m.a. fyrir efsta sætið í hverju umdæmi (við erum á Norðurlandi eystra – gamla kjördæmið frá Tröllaskaga austur á Langanes). Við hvetjum okkar skákkrakka til að tefla í þessu móti.

Af heimasíðu SA.

- Auglýsing -