Veislan á netinu heldur áfram. Í dag hefst á Chess24 atskákmót sem ber nafnið Lindores Abbey Rapid Challenge. Tólf skákmenn, og þar á meðal Magnús Carlsen taka þátt. Mótið er hluti af mótasyrpunni Magnus Carlsen Chess Tour.

Keppendurnir tólf tefla allir við alla og fer sú keppni fram næstu þrjá daga. Átta efstu komast áfram í útsláttarkeppni sem stendur fram til 3. júní nk. Þar verða tefldar fjögurra skáka einvígi og svo bráðabani verði jafnt.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -