Carlsen og Lagno. Mynd: Chess24.

Magnús Carlsen (2887) vann sigur á minningarmóti um Steinitz sem fram fór um helgina á Chess24-skákþjóninum. Carlsen átti slæman kafla á laugardeginum en datt í banastuð í gær og tapaði þá ekki skák. Magnús hlaut 12 vinninga af 18 mögulegum.  Daniil Dubov (2720) varð annar með 10 vinninga og Peter Svidler (2754) þriðji með 9½ vinning.

Lokastaðan

Kvennaflokkurinn endaði í bráðabana á milli Kateryna Lagno (2608) og Lei Tingjie (2530) þar sem Lagno hafði betur í 152 leikja skák! Zhansaya Abdumalik (2409) varð í þriðja sæti.

Lokastaðan í kvennaflokki

Ítarlega frásögn má finna á Chess24.

Næsta ofurmót á Chess24 hefst á morgun. Þar er tefld atskák. Keppendalistinn er ekkert slor.

- Auglýsing -