Magnús að tafli heima hjá sér í gær. Mynd: Arne Horvai/Chess24.

Hikaru Nakamura vann annað stutt-einvígið gegn Magnúsi Carlsen í gær. Naka vann fyrstu skákina en hinum þremur lauk með jafntefli. Þeir tefla því oddaeinvígi um það í dag hvort mætir Daniil Dubov í úrslitaeinvígi. Dubov vann sannfærandi sigur á Ding Liren í gær og því 2-0.

Oddaeinvígi Magnúsar og Nakamura fer fram í dag. Taflmennskan hefst kl. 14. Tefldar eru fjórar atskákir (15+10). Verði jafnt verður tefldur bráðabani.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -