Vormót Skákdeildar Breiðabliks ásamt uppskeruhátið var haldin 28. maí í Stúkunni við Kópavogsvöll. Alls tóku 45 iðkendur þátt í mótinu sem verður að teljast mjög góð þátttaka, en alls hafa 55 iðkendur yngri en 18 ára sótt æfingar hjá deildinni í vetur. Tefldar voru 9 umferðir með tímamörkunum 4+2.

Myndskreytt frásögn í PDF.

Matthías Björgvin Kjartansson sigraði mótið nokkuð örugglega með alls 8 vinninga. Þrenn verðlaun voru veitt í eftirfarandi flokkum: 7 ára og yngri, 8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12-13 ára, 14 ára og eldri.

Eftir taflmennskuna fengu skákmennirnir að gæða sér að pizzuveislu í boði Dominos.

Veglegir happadrættisvinningar voru dregnir út í boði Heimilistækja, m.a. Fitbit heilsuúr, en mikilvægt er að huga að hreyfingu með skákinni!

Úrslit 

7 ára og yngri

 1. Birkir Hallmundarson 5,5/9
 2. Kristján Freyr Páluson 4/9
 3. Reynir Elí Kristinsson 4/9 

8 ára

 1. Kormákur Ólafur Kjartansson 5/9
 2. Róbert Ingi Kárason 5/9
 3. Hlynur Tumi Hreinsson 5/9

9 ára

 1. Arnar Freyr Orrasson 6,5/9
 2. Engilbert Viðar Eyþórsson 6/9
 3. Sigurður Páll Guðnýjarson 5,5/9

10 ára

 1. Guðrún Fanney Breim 5,5/9
 2. Þórhildur Helgadóttir 5/9

11 ára

 1. Matthías Björgvin Kjartansson 8/9
 2. Mikael Bjarki Hreiðarsson 7/9
 3. Ólafur Fannar Pétursson 6/9

12-13 ára

 1. Gunnar Erik Guðmundsson 7,5/9
 2. Tómas Möller 5/9
 3. Daníel Freyr Ófeigsson 5/9

14 ára og eldri

 1. Óttar Örn Bergmann Sigfússon 6/9
 2. Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson 6/9
 3. Hulda Sigrún Orradóttir 4,5/9

Heildarúrslit:

 

- Auglýsing -