Magnús fór létt með Nakamura í gær. Mynd: Chess24

Undanúrslit Lindores Abbey atskákmótsins hófust í gær þegar fyrstu stutt-einvígin fóru fram. Magnús Carlsen yfirspilaði Hikaru Nakamura og þurfti aðeins til þess þrjár skákir, 3-0. Daniil Dubov hafði sigur á Ding Liren í mun meira spennandi einvígi 2½-1½.

Aftur tefla kepparnir stutt-einvígi í dag. Þá þurfa Nakamura og Ding nauðsynlega á sigri að halda. Tefldar eru fjórar atskákir (15+10) hvern dag og bráðabani ef með þarf. Sá sem vinnur tvö einvígi kemst áfram í úrslitin.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -