Reykvísku Lundarnir mættu dönsku Nautunum frá Kaupmannahöfn í lokaumferð Nordic Chess League, sem tefld er á Lichess.org.

Liðsmenn Lundanna voru GM Helgi Áss Grétarsson, IM Björn Þorfinnsson, IM Davíð Kjartansson og FM Vignir Vatnar Stefánsson sem tefldi í dag sínar fyrstu skákir fyrir Lundana í keppninni. Fyrir Dani tefldu GM Mads Andersen, GM Jonas Bjerre, IM Bjorn Moller Ochsner og IM Filip Boe Olsen.

Jafnt var á með liðunum í fyrstu umferð, 2-2. Í annarri umferð létu Lundarnir finna fyrir sér og unnu glæsilega 3-1. Í þriðju umferð fór aftur 2-2 og það var því ljóst að Lundarnir höfðu gott forskot fyrir síðustu umferð, 7-5. Íslenska liðið var mjög léttleikandi gegn Dönum, en Danir höfðu unnið allar viðureignir sínar í mótinu fram að þessu. Vignir Vatnar hafði farið mjög vel af stað og hafði 2 vinninga úr fyrstu 3 skákunum. Hann byrjaði lokaumferðina frábærlega og lagði Filip Boe Olsen sannfærandi með svörtu. Lundarnir voru því komnir í 8-5 og ljóst að Nautin þyrftu að vinna allar þrjár skákirnar sem eftir voru. En það er oft þannig að þegar lundi nær föstu taki með kraftmiklu nefi sínu þá sleppir hann ekki svo glatt, heldur snýr heldur upp á!

Lundi bítur danskan fingur. Myndin tengist efni fréttarinnar beint.

Björn og Davíð unnu sínar skákir og innsigluðu þar með glæsilegan 10-6 sigur Lundanna.

Bestir Lundanna í dag voru Davíð og Vignir með 3/4. Björn fékk 2,5 og Helgi 1,5.

Staðan í mótinu fyrir lokaumferðina er hér að neðan. Lundarnir skjótast upp í 2. sætið með sigrinum.

- Auglýsing -