Mynd: Chess24

Lokaumferð undankeppni móts skákgoðsagnanna fer fram í dag. Carlsen vann Nepo eftir bráðabana í gær og Svidler vann mikilvægan sigur á Kramnik. Magnús hefur tryggt sér sigur á mótinu. Nepo hefur tryggt sér annað sætið. Anish Giri hefur einnig tryggt sér keppnisrétt í útsláttarkeppninni. Þrjár viðureignir fóru í bráðabana í gær.

Þrjár viðureignir fóru í bráðabana í bær.

Hörð barátta er um fjórða sætið. Svidler er líklegastur. Kramnik þarf að vinna Carlsen til að komast í útsláttarmótið og treysta á að Giri vinni Svidler.

Staðan fyrir lokaumferðina.

Nánar um umferð gærdagsins á Chess24.

Mótið hefst með því að allir tefla við alla fjögurra skáka atskákeinvígi (15+10). Sigurvegari hvers einvígis fær 3 stig en verði jafnt verður tefldur bráðabani. Komi til bráðabana fær sigurvegarinn 2 stig en sá sem tapar fær 1 stig. Undankeppinni lýkur 29. júlí. Fjórir efstu komast í útsláttarkeppni sem fram fer 31. júlí – 5. ágúst.

Heimasíða mótsins

 

- Auglýsing -