Mynd frá Chess.com

Í gær hófst Fischer-slembiskákmót á Lichess haldið af mótshöldurum frá Saint Louis. Eftir 3 umferðir eru Magnús Carlsen (2881) og Leinier Dominguez efstir með 2½ vinning.

Þátttaka Garry Kasparov (2783) vekur athygli. Hann hefur 1½ vinning og náði jafntefli gegn Magnúsi í 2. umferð. Sá eini sem náði punkti af heimsmeistaranum. Hann vann Alireza Firouzja (2703) í fyrstu umferð en tapaði fyrir Peter Svidler (2742) í þriðju umferð.

Sjá nánar á Chess.com.

Mótið fer fram 11.-13. september. Tefldar eru 9 umferðir, 3 umferðir á dag með tímamörkunum 20+10. Taflmennskan hefst kl. 18 alla dagana.

Mótshaldarar nota hið sérkennilega heiti Chess 9LX yfir Fischer-slembiskák.

- Auglýsing -