Levon Arionan að tafli í gær. Mynd; Heimasíða mótsins.

Levon Aronian (2778) er efstur eftir annan dag Fischer-slembiskákarmótins sem fram fer á Lichess um helgina. Það er skákklúbburinn Saint Louis sem stendur fyrir mótshaldinu. Aronian vann allar skákir í gær og hefur 4½ vinning eftir 6 umferðir. Magnús Carlsen er í 2.-4. sæti með 4 vinninga ásamt Hikaru Nakamura (2741) og Wesley So (2829) sem er núverandi heimsmeistari í Fischer-slembiskák. So vann Carlsen í gær.

Garry Kasparov (2783) hefur 2 vinninga. Tapaði í gær fyrir Nakamura og Fabiano Caruana (2773).

Siðustu þrjár umferðirnar fara fram í kvöld.

Sjá nánar á Chess.com.

Mótið fer fram 11.-13. september. Tefldar eru 9 umferðir, 3 umferðir á dag með tímamörkunum 20+10. Taflmennskan hefst kl. 18 alla dagana.

Mótshaldarar nota hið sérkennilega heiti Chess 9LX yfir Fischer-slembiskák.

- Auglýsing -