Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæstur keppenda í landsliðsflokki.

Eitt allra sterkasta Haustmót TR í sögunni hefst í dag kl. 13. Í a-flokki tefla þrír stórmeistarar, tveir alþjóðlegir meistarar og fjórir FIDE-meistarar. Fimm keppendanna tóku þátt í landsliðsflokki í Áfltanesskóla fyrir skemmstu og fjórir þeirra röðuðu sér í efstu fjögur sætin!

B-flokkurinn er einnig sterkur en skákmenn þar eru á stigahbilinu 1801-2146.

Keppendalistinn á Chess-Results.

Í c-flokki (opnum flokki) tefla 44 keppendur.

Keppendalistinn á Chess-Results.

Mótið nú er jafnframt 120 ára afmælismót Taflfélags Reykjavíkur sem fagnar 120 ára afmæli 6. október nk. Verðlaunin í ár eru því einkar vegleg.

Beinar útsendingar verða frá a- og b-flokki mótsins.

- Auglýsing -