Ríkharður formaður TR setur mótið

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, sem er í senn bæði fjölmennt og sterkt, hófst í gær. Sennilega er a-flokkurinn sé sterkasti í sögunni og þátttökufjöldinn er skemmtilegur – einn fyrir hvern reit, eða 64! Ríkharður Sveinsson, formaður TR, setti mótið. Mótið er jafnframt afmælismót TR sem fagnar 120 ára afmæli 6. október nk.

A-flokkur

Tíu skákmenn tefla í lokuðum flokki. Þrír stórmeistarar, tveir alþjóðlegir meistarar, fjórir FIDE-meistarar og Símon Þórhallsson!

Halldór Grétar og Símon

Stigalægsti keppendann, Símon, vann Halldór Grétar Einarsson í fyrstu umferð og sá stigahæsti, Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) lagði Sigurbjörn Björnsson (2357) að velli. Bragi Þorfinnsson (2427) og Vignir Vatnar Stefánsson (2301) gerðu jafntefli. Tveimur skákum var frestað og verða tefldar mánudaginn 21. september.

B-flokkur

Alex og Pétur Pálmi slóu í gegn í áskorendaflokki. Þeir tefla í b-flokki á Haustmótinu og gerðu jafntefli.

Í b-flokki eru jafnframt 10 keppendur sem tefla í lokuðum flokki. Einni skák var frestað. Þorvarður Fannar Ólafsson (2111) og Lenka Ptácníková (2117) eru í forystu.

C-flokkur

Guðrún Fanney og Benedikt tefla í opnum flokki. Hörður vann Björgvin í 24 leikjum.

44 skákmenn tefla í c-flokki og er samsetningin skemmtileg. Ungir og efnilegir skákmenn í bland við þá eldri og reyndari. Nokkuð var um óvænt úrslit sem að einhverju leyti má kannski rekja til þess að margir ungir skákmenn eru of stigalágir eftir litíð skákmótahald síðustu mánuði.

Má þar nefna að Mikael Bjarki Heiðarsson (1208) vann stigahæsta keppendann Magnús Kristinsson (1751).

Chess-Results.

Önnur umferð mótsins fer fram á miðvikudaginn og hefst kl. 19:30.

Nokkrar svipmyndir frá vettvangi.

Heimasíða TR

 

- Auglýsing -