Nakamura að tafli. Heimasíða mótsins.

Hikaru Nakamura (2829) og Magnús Carlsen (2881) urðu efstir og jafnir á Fischer-slembiskákarmótinu sem lauk í gær á Lichess-skákþjóninum. Mótið var haldið á vegum Saint Louis skákklúbbsins. Levon Aronian (2778) og Fabiano Caruana (2773) urðu jafnir í 3.-4. sæti. Garry Kasparov (2783) endaði í áttunda sæti og var ekki mjög kátur með frammistöðuna.

Sjá nánar á Chess.com.

 

Á morgun hefst svo at- og hraðskákmót þar sem flestir sömu keppendur taka þátt. Þar vantar þó Kasparov sem og Caruana sem er að fara tefla í úrslitakeppni þýsku deildakeppinnar sem fram fer 16.-20. september.

- Auglýsing -