Fulltrúar Íslands á EM ungmenna í netskák. Mynd: GB

Fyrstu þrjár umferðir á EM ungmenna á netinu fór fram í dag. Íslensku keppendurnir tefldu flestir í húsakynnum Skáksambands Íslands og skákskýringar voru í boði á netinu undir stjórn Ingvars Þórs Jóhannessonar og Björns Ívars Karlssonar.

Einhverjir tæknilegir örðugleikar voru í byrjun eins og við mátti búast enda hátt í þúsund keppendur að etja kappi víðsvegar að úr Evrópu. Fljótlega fóru þó umferðirnar að rúlla betur og keppendur og mótshaldarar að læra betur á ný kerfi.

Vignir Vatnar Stefánsson byrjaði best íslensku keppendanna en hann vann allar þrjár skákir sínar á fyrsta degi. Í annarri umferð lagði Vignir Vatnar félaga sinn Birki Ísak að velli en þeir voru frekar óheppnir að mætast á svo stóru móti.

Skoðum vinninga íslensku keppendanna í fyrstu þremur umferðunum:

Strákar

U18

 • FM Vignir Vatnar Stefánsson 3 vinningar af 3
 • Birkir Ísak Jóhannsson 2 vinningar af 3
 • Alexander Oliver Mai 1 vinningar af 3

 

U16

 • Kristján Dagur Jónsson 1 vinningar af 3
 • Örn Alexandersson 1 vinningar af 3
 • Benedikt Þórisson 1 vinningar af 3

U14

 • Benedikt Briem 1,5 vinningar af 3
 • Gunnar Erik Guðmundsson 1 vinningar af 3
 • Ingvar Wu Skarphéðinsson 1 vinningar af 3

U12

 • Mikael Bjarki Heiðarsson 1,5 vinningar af 3
 • Markús Orri Óskarsson 1 vinningar af 3
 • Matthías Björgvin Kjartansson 1 vinningar af 3

Stelpur

U14

 • Batel Goitom Haile 1 vinningar af 3
 • Iðunn Helgadóttir 1 vinningar af 3
 • Arna Dögg Kristinsdóttir 1 vinningar af 3

U12

 • Guðrún Fanney Briem 1 vinningar af 3
 • Þórhildur Helgadóttir 0 vinningar af 3
 • Katrín María Jónsdóttir 0 vinningar af 3

 

Taflið heldur áfram um helgina með þremur umferðunum á dag og hefjast fyrstu umferðirnar klukkan 12:00 báða dagana! Beinar útsendingar með skákskýringum verða alla helgina.

Útsending 1. umferðar (einhverjar truflanir)

Útsending 2. umferðar

Útsending 3. umferðar

- Auglýsing -