Magnús að tafli í gær. Mynd: Heimasíða mótsins.

Magnúsi Carlsen gekk vel á fyrri degi hraðskákhluta Saint Louis-mótsins sem fram fer á Lichess. Hann hlaut 6,5 vinning af níu mögulegum. Wesley So sem var efstur fyrir atskákina hlaut 5 vinninga. Carlsen hefur náð forystunni að nýju. Hefur 18,5 stig. So er annar með 18 stig. Langt er í næstu menn.

Í kvöld hefjast lokaátök mótsins með síðari hluta hraðskákarinnar kl. 18.

Sjá nánar á Chess.com.

Mótið fer fram 15.-19. september. Fyrstu þrjá dagana (15.-17.) eru tefldar atskákir (25+5), einföld umferð, þar sem vinningarnir telja tvöfalt. Seinni tvo dagana (18. og 19.) eru tefldar hraðskákir (5+3), tvöföld umferð þar sem vinningarnir gilda einfalt.

- Auglýsing -