Frá áskorendamótinu. Maria Emelianova/Chess.com.

FIDE tilkynnti um helgina að síðari hluta áskorendamótsins í skák sem átti að hefjast 1. nóvember nk. í Katrínarborg væri frestað fram til vorsins 2021. Þessi ákvörðun kemur ekki beint á óvart enda er Evrópa í kafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það var svo ekki til að auðvelda framkvæmdina að Kínverjarnir Wang Hao og Ding Liren virðast ekki hafa fengið ferðaleyfi frá Kína.

Nánar má lesa um frestuna og viðbrögð keppenda, sem sýna henni skilning á Chess24.

Fyrri hlutanum var aflýst 26. mars 2020, aðeins nokkrum klukkustundum áður en áttunda umferðin átti að hefjast, eftir að mikið gekk á eins og lesa má um greininni Skák í sóttkví sem birtist í Þjóðmálum í sumar.

Næsta heimsmeistaraeinvígi er fyrirhugað í nóvember/desember 2021.

Fleiri frestanir

Áskorendamótið er ekki eina mótið sem hefur verið aflýst/frestað nýlega. FIDE hefur einnig frestað HM í at- og hraðskák sem fram hefur fram á milli jóla og nýárs síðustu ár einnig fram til vorsins 2021.

London Chess Classic sem var á dagskrá í desember 2020 hefur verið aflýst í ár.

Gíbraltar-mótið sem átti að fara fram í janúar 2021 hefur einnig verið aflýst. Mótshaldar lofa samt einhverju framlagi til skákarinnar í janúar!

Enn er þó Tata Steel-mótið í Sjávarvík (Wijk aan Zee) á dagskrá 15.-31. janúar nk. og er vonandi að það má lifi þennan hvirfilbil aflýsinga/frestana af.

 

- Auglýsing -