Stjórn SÍ við upphaf sína fyrsta fundar. Á myndina vantar Veroniku Steinunni.

Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ í gær.

Stjórn SÍ hélt fund á Zoom í gær.  Fundargerðir SÍ og þar með talið nýjustu fundargerðina má finna hér.

Farið var meðal annars yfir skákmótahald á komandi vikum.

Íslandsmót ungmenna verður haldið 28.-29. nóvember nk. í skákhöllinni í Faxafeni. Vegna sóttvarnareglna verður teflt í tveimur rýmum og lokað á milli þeirra. Vegna sóttvarnareglna þarf að breyta elsta flokknum úr u16 í u15. Forráðamenn geta ekki farið inn í skákrýmið og þurfa að nesta krakkana þar sem ekki er boði upp á veitingar. “Skutlað og sótt”.  Mótið verður kynnt á skak.is.

Íslandsmót barna- og unglingasveita fer fram 5. desember á höfuðborgaarsvæðinu Endanlegt fyrirkomulag verður gefið út eins skjótt og það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur gilda þá.

Beðið með að setja Unglingameistaramót Íslands (u22) á dagskrá á meðan skákstarf 16 og eldri er ekki heimilt í raunheimum.

Stefnt er að Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák þann 12. desember og verður fyrirkomulag mótsins gefið út þegar það liggur fyrir hvað reglur verða þá í gildi.

Styrktarsjóður SÍ verður kynntur til leiks á næstu dögum. Allar tekjur af áskriftargjöldum sambandsins fara í sjóðinn sem verður ætlað að styrkja við skákmenn og viss verkefni. Vonast er við góðum móttökum svo hægt að styrkja sérstaklega vel við íslenska skákmenn eftir að kófinu lýkur.

Margvísleg netverkefni eru í gangi. Næsta verkefni er Queen´s Gambit-skákmót sem fram fer á morgun [í kvöld]. Nánar á skak.is. Skákmenn hvattir til að taka þátt!

Stjórn SÍ.

- Auglýsing -