Birkir mættir í Víkingsheimilið til að taka á móti verðlaununum! Mynd: Facebook-síða Víkingaklúbbsins.
Nítján kependur tóku þátt á Meistarmóti Víkingaklúbbsins 15. ára og yngri á chess.com. Efstir urðu Birkir Hallmundarson og Benedikt Þórisson með 6. vinninga af sjö mögulegum. Birkir sigraði Benedikt í þriðju umferð og endaði efstur á stigum. Úrslitin koma nokkuð á óvart, enda var Birkir yngstur keppanda. Mikið efni hér á ferð. Þriðji varð Ingvar Wu 4,5 vinninga.
Í stúlknaflokki sigraði Iðunn Helgadóttir, en Bergþóra Helga varð önnur. Iðunn varð í fimmta sæti á mótinu. Efstur 10. ára og yngri varð Birkir Hallmundarson. Engilbert Viðar Eyþórsson varð annar og Josef Omarson varð þriðji. Einar Dagur Brynjarsson varð efstur Víkinga, Sigurður Rúnar varð annar og Bergþóra Helga þriðja. Verðlaunaðeningar eru á leiðinni til keppanda.
- Auglýsing -