Á laugardaginn næsta fer fram fjögurra landa keppni ungmenna (u16) í netskák. Þátt taka ásamt Íslandi, Svíar, Finnar og Norðmenn sem standa fyrir mótinu. Í hverju liði eru átta keppendur í opnum flokkum og svo fjórir keppendur úr stúlknaflokki. Íslensku keppendurnir verða staddir í húsnæði Skákskólans.

Opinn flokkur

 1. Benedikt Briem (1864)
 2. Gunnar Erik Guðmundsson (1729)
 3. Batel Goitom Haile (1659)
 4. Benedikt Þórisson (1642)
 5. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1632)
 6. Kristján Dagur Jónsson (1597)
 7. Örn Alexandersson (1584)
 8. Adam Omarsson (1493)

Stelpuflokkur

 1. Freyja Birkisdóttir (1456)
 2. Iðunn Helgadóttir (1338)
 3. Guðrún Fanney Briem (1229)
 4. Emilía Embla B Berglindardóttir

Tefld er tvöföld umferð við hinar þjóðirnar. Tímamörkin eru 15+10. Taflmennskan hefst kl. 9:30 og lýkur um kl. 17.

Beinar útsendingar verða í boði fyrir áhugasama í umsjón Björns Ívars og Ingvars Þórs. Þær verða kynnt þegar nær dregur sem og nánari upplýsingar um keppnina.

Nánar á heimasíðu norska skáksambandsins. 

 

 

 

- Auglýsing -