Davíð Kjartansson að tafli í Porto Carras. Mynd: Heimasíða mótsins.

Fyrsta mótið í mótasyrpunni Mögnuðum miðvikudögum fór fram í gær á Tornelo-skákþjóninum í gær. Skylda var að tefla Drottningarbragð! Mótið var sterkt og svo fór að alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson hafði sigur. Annar varð FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og þriðji varð Hlíðar Þór Hreinsson. Í næstu sætum voru svo íslandsmeistarinn, Guðmundur Kjartansson, og skákmeistari TR, Helgi Áss Grétarsson.

Á Tornelo-þjóninum er líkt meira eftir borðskák. Þar er t.d. hægt að kalla á skákstjóra ekki hægt að leika fyrirfram (músaleikni skiptir því mun minna máli en í hefðbundinni netskák). Margir keppendanna voru á Zoom og gátu þess vegna fylgst með andstæðing sínum! Kalla má skákformið þar blendingsskák (hybrid-chess).

Áframhald verður á miðvikudagsmótum a.m.k. á meðan ekki er hægt að tefla fyrir fullorðna í raunheimum.  Næsta mót fer fram á miðvikudagkvöldið, 25. nóvember, og hefst kl. 20:00. Ekki er búið að ákveða fyrirkomulag þess móts en það verður kynnt í tíma.

Lokastaðan á Chess-Results.

 

- Auglýsing -